Burstagerdin ehf • S: 480 0030 • F: 480 0001 • burstagerdin@burstagerdin.is

Fréttir

20.02.2013

Burstagerðin á RUV

Burstagerðin var heldur betur í sviðsljósinu síðasta sunnudagskvöld þegar sjónvarpsþátturinn Landinn fjallaði um starfsemi fyrirtækisins í 6 mínútna innslagi á RUV.

Burstagerðin verður 83 ára þann 1. maí á þessu ári og er óhætt að segja að margt hefur breyst frá því starfsemin hóf göngu sína 1. maí 1930. Af þessu tilefni komu fréttamenn frá Landanum í heimsókn og fræddust um starfsemina og fengu ágrip af áhugaverðri sögu félagsins. Það er reyndar mjög undarlegt hversu margir vita lítið um Burstagerðina, hvað þá að hún sé til. það var því ekki vanþörf á því að kynna landann fyrir starfseminni, og hvar er það betra en einmitt í hinum göfuga þætti Landanum!

Hægt er að sjá þáttinn með því að smella tengilinn hér neðst. Burstagerðin kemur eftir að ca 7 mínútur eru búnar af þættinum. http://ruv.is/sarpurinn/landinn/17022013-1

 

til baka í