Burstagerðin hefur framleitt burstamottur í hartnær 25 ár og má t.d. sjá mottur frá okkur í anddyrum í öllum helstu stofnunum og stórmörkuðum landsins (Háskóli Reykjavíkur, Kringlan, Smáralind, Hótel Loftleiðir, Hótel Hilton o.fl.). Burstamottan heldur óhreinindum úti betur en nokkur önnur gólfmotta. Hún tryggir að 70% minna af óhreinindum berist inn í húsið. Meðalending á burstamottunni er um 25 ár. Burstamottan er smíðuð eftir máli og það tekur að jafnaði 2 daga að afgreiða meðalstærð af mottu.