Sérframleiðsla

Sýnishorn úr framleiðslu

ÍSBURSTAKEFLIÐ

Ísburstakeflið er sérframleitt til að hreinsa ís ofan af fiskikörum. keflið er 70cm breitt og hárin eru úr 1,5mm plasti.

ÞÉTTING Í SKAUTBLÁSARA

Þessi bursti er sérframleiddur fyrir Álverin. Hann er notað við skautblásara til að þétta sand og ryk sem annars fíkur út um allt. þetta er sérlausn sem er hönnuð af Álverinu sjálfu en hárin sett í hjá okkur.

BEITNINGABURSTINN

Þennan bursta höfum við framleitt í beitningarvélar. Verð fer eftir magni. Hafið samband við sölumann.

BLÓÐHREINSIBURSTI

þessi bursti er framleiddur til að setja í vél sem hreinsar blóð úr dálkasvæðinu í fiskinum. Burstinn er sérsniðinn eftir þörfum kaupanda í þessu tilfelli og er hér aðeins enn eitt dæmið um bursta sem við getum smíðað.

SKAUTBURSTI (ÁLVERIN)

Skautburstinn er dæmi um sérframleiddan bursta fyrir Álverin. Burstinn er notaður á sérstakri vél sem hreinsar skautgaffla áður en þeir eru styptir á ný kol.

BLÓÐHREINSIBURSTI

Hér er sýnishorn af sérstökum bursta fyrir fisvinnsluvél um borð í Guðmundi VE. þessi bursti er ekki lagervara heldur sérframleiddur eftir óskum kaupandans í hverju tilfelli fyrir sig.